Get in touch

8976651

mymail@mailservice.com

logo

ÞÖKUTEGUNDIR

Túnþökur

Túnþökurnar sem við bjóðum uppá eru skornar af sérræktuðum túnum. Ríkjandi tegundir í þeim eru vallarsveifgras og túnvingull. Vallarsveifgras er lágvaxin, fíngerð og mjög slitþolin tegund sem myndar þétt og sterkt rótarnet. Túnvingull er harðgerður og þurrkþolinn, hann er mjög fíngerður og gefur grasflötinni fallega áferð og þéttan svörð. Túnvingull er ein allra algengasta grastegund landsins.


Þykktin á túnþökunum er u.þ.b. 3 cm.

Lóðaþökur Royal

  • Hentar vel í venjulegar lóðir
  • Blanda af mismunandi grastegundum sem mynda fíngerðan svörð
  • Sterkur grænn litur
  • Fljótar að fá grænan lit á vorin
  • Halda vel lit fram á haustið
  • Þurrkþolin blanda
  • Hægur vaxtarhraðiHHdd
  • Áburðarþörf  í lágmarki
  • Þykkt er 2.5 – 3.5 cm

LÓÐAÞÖKUR SPORT

  • Henta sérstaklega vel í lóðir þar sem umgangur er mikill t.d. barnafólk, sparksvæði, hundar (slitsterkar)
  • Blanda af  mismunandi grastegundum sem mynda fíngerðan svörð
  • Sterkt rótarkerfi sem fyllir upp í sár í grassverðinum sem geta myndast
  • Þolir mjög lága slátturhæð
  • Áburðarþörf  í meðallagi
  • Þykkt er 2.5- 3.5 cm

LYNGÞÖKUR

  • Henta sérstaklega vel í lóðir þar sem umgangur er mjög lítill
  • Blanda af mismunandi lyngi og villtum blómategundum
  • Góður kostur til að endurheimta náttúrulegt umhverfi
  • Hafa komið vel út sem torf á húsþök
  • Áburðarþörf er engin
  • Þykkt er u.þ.b. 5 cm

Stærsti kosturinn við lyngþökurnar er að þær eru viðhaldsfríar, þær henta líka mjög vel þar sem náttúrulegum gróðri hefur verið raskað og þarf að koma í upprunalegt horf og á svæðum þar sem erfitt er að slá og hirða. Lyngþökur eru mjög viðkæmar fyrir traðki og öðrum umgangi.


Lyngþökur eru skornar af rýru sjálfuppgrónu valllendi með náttúrulegum gróðri. Þær innihalda aðallega krækiberjalyng, beitilyng, mosa og fíngresi sem þó er í miklum minnihluta. Þegar lyngþökur eru lagðar skiptir miklu máli  að undirlagið sé ekki næringarríkt, þar hefur hellulagnasandur með grófleika 0-11 mm  komið mjög vel út sem undirlag. Lyngþökurnar eru skornar þykkari en hefðbundnar þökur og eru einnig mun viðkvæmari í meðhöndlun. Þykktin á lyngþökunum er u.þ.b. 5 cm.

ÚTHAGAÞÖKUR

  • Henta sérstaklega vel í lóðir þar sem umgangur er í meðallagi
  • Blanda af mismunandi íslenskum gras- og blómategundum
  • Góður kostur til að endurheimta náttúrulegt umhverfi
  • Hafa komið vel út sem torf á húsþök
  • Áburðarþörf er engin
  • Þykkt er u.þ.b. 5 cm

Úthagaþökur eru hentug lausn þar sem ætlunin er að leyfa grasinu að vaxa án áburðargjafar og þar sem sláttuþörf er lítil eða engin. Þær eru skornar af sjálfgrónu landi og innihalda lágvaxnar grastegundir í bland við íslenskar blómplöntur, t.d. hvítsmára, murur, ilmreyr  o.fl. úthagategundir. Það sama gildir um úthagaþökur og lyngþökur þegar kemur að undirlagi þ.e.a.s. það má ekki vera næringarríkt.


Úthagaþökur hafa oft orðið fyrir valinu þegar þekja á húsþök, því þær eru einstaklega þurrkþolnar. Úthagaþökur eru mun sterkari í meðhöndlun og notkun en lyngþökurnar.

Þykktin á úthagaþökum er u.þ.b. 5 cm.

SÉRRÆKTAÐAR TÚNÞÖKUR

Túnþökurnar sem við bjóðum uppá fyrir lóðir eru skornar af sérræktuðum túnum sem eru frá tveggja til þriggja ára gömul.

FÁ TILBOÐ
Share by: