Get in touch

8976651

mymail@mailservice.com

logo

ÞÖKULAGNING

Helstu atriði þegar kemur að þökulagningu

Hér að neðan er farið í gegnum helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar lagðar eru þökur:


  1. Grófjafnið fyrst svæðið sem á að þökuleggja, hreinsið burt grjót og annað sem ekki á heima í moldinni og gróftætið. Ef mold vantar þarf að útvega hana, einnig er rakið að fá gróðursand og blanda honum við moldina sem fyrir er. Athugið halla frá húsi, algengur halli er 2-3% sem þýðir að flötin ætti að lækka um 2-3 cm á hvern lengdarmetra frá húsinu.

  2. Berið kalk, 10-20 kg/100 m2, notið hámarksskammt ef jarðvegurinn er óbrotinn. Einnig er gott að bera undir þökurnar þörungamjöl (5 kg/100 m2) eða annan lífrænan áburð, þá fer vöxturinn vel af stað.

  3. Tætið kalkið og áburðinn saman við moldina og fínjafnið svæðið.

  4. Valtið nú flötina þannig að undirlagið verði slétt. Jafnið dældir sem myndast við völtunina og rakið létt yfir svæðið. Ef undirlagið er mjög þurrt er gott að bleyta vel í því án þess þó að moldin verði vatnssósa.

  5. Leggið eina beina röð hringinn í kringum flötina sem á að tyrfa. Eftir það eru þökurnar lagðar eins og múrsteinar, hálft í hálft, (sjá mynd) og götum lokað með bútum í lokin. Varist að holrúm myndist einhvers staðar undir þeim, þá ná þær ekki að róta sig og grasið visnar fljótt.

  6. Gefið alhliða tilbúinn áburð, t.d. Graskorn eða Blákorn, 5 kg/100 m2. Ef þökur eru lagðar að vori er gott að gefa aftur viðbótarskammt, um 3 kg/100 m2 í byrjun júlí.

  7. Að lokum er nauðsynlegt að vökva þökurnar vel, þannig að þær blotni a.m.k. alveg í gegn, í framhaldinu er best að vökva daglega ef þurrt er í veðri fyrstu 1 – 2 vikurnar síðan má láta líða nokkurn tíma á milli vökvana.

Athugið að leggja þökurnar sem fyrst eftir að þær berast!

Hafa samband

Share by: