Get in touch

8976651

mymail@mailservice.com

logo

TÚNÞÖKUR SEM HENTA ÖLLUM

Við bjóðum uppá þökur skornar af sérræktuðum túnum!

TÚNÞÖKUÞJÓNUSTAN

Við erum stolt af að vera með yfir 10 ára reynslu í að leggja þökur og undirbúa garða um allt á Íslandi. Þar sem að leggja þökur er ekki bara vinna, heldur listaverk! 


Túnþökurnar sem við bjóðum uppá fyrir lóðir eru skornar af sérræktuðum túnum sem eru frá tveggja til þriggja ára gömul.


Látum okkur sýna þér hvernig á að leggja þökur!

ÞÖKUTEGUNDIR

Túnþökurnar sem við bjóðum uppá eru skornar af sérræktuðum túnum. Ríkjandi tegundir í þeim eru vallarsveifgras og túnvingull.

LESA MEIRA

ÞÖKUSTÆRÐIR

Við bjóðum uppá hefðbundnar þökur ásamt heilum rúllum. Hefðbundnu henta betur á lóðir og á smærri svæði en rúllur á stærri svæði

LESA MEIRA

ÞÖKULAGNING

Vertu með allt á hreinu þegar leggja á þökur. Hverju þarf að huga að og hver eru helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar lagðar eru þökur.

LESA MEIRA

FRÉTTIR & PISTLAR

01 Mar, 2024
Hvenær er rétti tíminn til að leggja þökur? Leggja má túnþökur frá vori fram á haust, en mikilvægt er að nota ávallt nýskorið torf. Besti tíminn til þökulagna er í lok maí þegar rætur grassins eru í mestum vexti. Undirbúningur Áður en þökurnar eru lagðar er nauðsynlegt meta jarðveginn (vaxtarlagið) og hvort aðgerða sé þörf til að grasið þrífist sem best. Við mat á jarðvegi skal tekið tillit til hvort jarðvegur sé þjappaður, loftlaus eða blautur. Við slíkar aðstæður vill mosi ná undirtökum og grasið verður viðkvæmt fyrir sliti. Því er mikilvægt að losa um þjappaðan jarðveg, t.d. með jarðvegstætara eða gaffli. Æskilegt er að fjarlægja allt stærra grjót úr yfirborði sem er yfir 20 mm að stærð. Vaxtarlagið, sem er efstu 10-30 cm yfirborðs, skipta miklu máli. Best er að vaxtarlagið samanstandi af sendnum jarðvegi, blönduðum með næringarríkri mold, t.d. 60% milligrófur sandur (0,25-2mm) og 40% næringarrík mold. Þegar vaxtarlaginu er dreift og jafnað er gott að setja út hæla og strengja snúrur á milli til að afmarka útlínur og jafna hæðir. Gæta skal þess að lagþykkt sé sem jöfnust yfir allan flötinn, því annars vill verða misvöxtur í grasinu. Fjarlægja skal allt rótarillgresi og mylja moldarköggla. Gott er að blanda lífrænum áburði í vaxtarlagið t.d. þörungamjöli eða hænsnaskít (sjá nánar um æskilegt magn á umbúðum). Einnig er gott að blanda vaxtarlagið með fosfór, t.d. þrífosfati 2 kg/100m2. Þrífosfat styrkir rótarkerfi grassins og flýtir fyrir rótfestingu. Þegar yfirborði jarðvegs er jafnað skal leitast við að hafa vatnshalla frá húsi, verði því við komið. Forðast skal að stíga mikið í svæði sem búið er að jafna og slétta áður en þökurnar eru lagðar yfir. Framkvæmdin – sjálf þökulagningin Best er að öllum yfirborðsfrágangi sé lokið áður en túnþökurnar koma á svæðið. Gott er að setja út hæla og strengja stýrlínur á milli til að afmarka svæði og tryggja beinar útlínur, t.d. meðfram gróðurbeðum eða öðrum aðliggjandi svæðum. Leggja skal þökurnar strax og þær koma eða eins fljótt og hægt er. Ef geyma þarf þökur er best að dreifa úr þeim, gæta vel að raka og vökva eftir þörfum. Best er að leggja þökurnar langsum meðfram langhlið svæðisins. Fylgja skal stýrilínu og hafa hverja röð eins beina og hægt er. Best er að láta næstu röð skarast á við þá fyrri, þ.e.a.s. leggja þökurnar „hálft í hálft“ sem eykur styrk á samskeytum. Leggja skal þökurnar þétt saman og hvergi eiga að vera bil á milli langhliða eða enda. Þökur sem lagðar eru að bogadregnum svæðum þarf að skera til með kantskera eða hníf. Einnig þarf oft að skera saman þökur, t.d. við endamörk. Þá er best að leggja heilar þökur meðfram línu sem afmarkar svæðið og yfir aðliggjandi þökur. Síðan er skorið meðfram yfirliggjandi þökunum og afskurður fjarlægður undan. Á þann hátt eru heilar þökur meðfram endum svæðis. Ganga skal vel frá öllum endum svo að vindur komist ekki undir. Annars er hætta á að endarnir þorni og grói illa. Ef þökur eru lagðar yfir- eða að eldra grassvæði þarf að kantskera meðfram endum og lyfta upp aðliggjandi yfirborði svo að hæðir séu samhliða. Einnig er gott að sanda yfirborð þakanna vel og þá sérstaklega öll samskeiti. Nota skal pússningasand eða álíka (kornastærð 0,25-2 mm). Best er að sandurinn sé þurr þegar honum er dreift og gott er að miða við 0,5 cm lag = ½ rúmmetri á 100 m2 Að lokum þarf að vökva þökurnar vel og fylgjast vel með rakastigi á meðan torfið er að gróa saman. Einnig er mikilvægt er að gefa grasinu áburð, t.d. Blákorn, 3 kg/100 m2 Hefja skal slátt þegar gras hefur náð 10 cm hæð. Þá er best að stilla sláttuvélina í hæstu stillingu, t.d. í 7 cm sláttuhæð. Best er að slá aldrei meira en 1/3 af hæð grassins í einu. Hæðin er svo lækkuð í áföngum þar til komið er í óskaða sláttuhæð sem oft er 3-4 cm á venjulegum heimilisgrasflötum. Samkvæmt ofangreindri lýsingu er æskilegt að framkvæma þökulagnir í þessari röð: Undirbúa jarðveg. Losa þjappaðan jarðveg, t.d. með jarðvegstætara eða gaffli. Dreifa áburði yfir svæðið og vinna saman við jarðveginn. Fínjafna svæði. Setja út hæla og stýrilínur. Leggja þökur í beinum línum og láta raðir skarast. Skera saman þökur og meðfram köntum. Gefa áburð yfir þökurnar. Vökva svæðið vel.

SÉRRÆKTAÐAR TÚNÞÖKUR

Túnþökurnar sem við bjóðum uppá fyrir lóðir eru skornar af sérræktuðum túnum sem eru frá tveggja til þriggja ára gömul.

FÁ TILBOÐ
Share by: